Select Page

Umhverfisverndarsamtökin Græni herinn býður sjálfboðaliða um land allt hjartanlega velkomna.

Vertu með og taktu þátt í gefandi og skemmtilegum verkefnum með frábæru fólki

Um Græna herinn

Græni herinn var stofnaður árið 1999 til eflingar á umhverfisvitund meðal íslensku þjóðarinnar og til að sinna umhverfisfegrun, hreinsun og landgræðslu.

Lykilmál Græna hersins til næstu 5 ára er að taka hringveginn í fóstur og sjá til þess að hringvegurinn og hans nánasta umhverfi verði fegurra, gróðursælla og blómlegra en nokkru sinni, nú er milljónir gesta hefja ferðir sínar umhverfis landið okkar.

Þetta gerum við í nánu samstarfi við Hringrás endurvinnslu, Toyota og aðra samstarfsaðila Græna hersins frá upphafi.

Lykiláherslur á vettvangi skógræktar, málunar og umhverfisfegrunar eru lagðar í samstarfi við hin ýmsusveitarfélög, skógræktarfélög og önnur félagasamtök.

Græni herinn mun gróðursetja, tyrfa, sá fræi og áburði í örfoka land meðfram vegum landsins og stuðla m.a. Þannig að kolefnisjöfnun ferðalaga landsmanna.

Meginverkefni sumarsins 2021 hefst í júní með þjóðvegum frá Reykjavík og nærumhverfi í átt að Akureyri.

Einn af mörgum samstarfsaðilum Græna hersins er HRINGRÁS endurvinnsla ehf sem mun safna saman endurvinnsluhæfum einingumsem nefna mætti „rusl á röngum stað”.

Aðgerðarhóp Græna hersins skipa Jakob Frímann Magnússon, Thomas Möller og Baldvin Jónsson.

Styrktaraðilar Græna hersins eru:

Myndbönd

Græni herinn

  • Kt. 470199-3349
  • Klettagörðum 9, 108 Reykjavík
  • Bankareikningur: 0133-26-003157
  • ISAT 94.99.9 • Vsk nr 68854.

Nánari upplýsingar veita:

Jakob Frímann Magnússon
jfm@bankastraeti.is
+ 354 7 700 700
Thomas Möller
thomas@investis.is
+ 354 893 9370+

Allur réttur áskilinn © Græni herinn 1999-2021