Select Page
Á næstu fjórum árum verður hringvegurinn hreinsaður og gerður snyrtlegur enda hefur Græni Herinn snyrtimennskuna ávallt í fyrirrúmi! Fyrsta verkefnið er að hreinsa svæðið við suðurenda Hvalfjarðargangna sem hefur verið sjónmengun um margra ára skeið. Síðan verður tekið til hendinni á Vesturlandi og síðan þar sem leið liggur norður með tiltekt, gróðursetningu og málun. Helstu stuðningsaðilar Græna hersins á þessu ári eru Toyota á Íslandi, Hringrás-endurvinnsla, Hagar, Olís, Pokasjóður, 66Norður, Samskip og Málning. Fjöldi verkefna hafa verið kortlögð á leiðinni og verður hafist handa um þrif og gróðursetningu á næstu vikum í samstarfi við stuðningsaðila Græna hersins, sjálfboðaliða, landeigendur, skógræktarfélög og sveitarstjórnir á svæðunum meðfram hringveginum.
Hægt er að skrá sig sem sjálfboðaliða hér á vefnum.